Sérlausnadeild Activity Stream leitar að forriturum

Activity Stream 1. Oct 2016 Fullt starf

Activity Stream vill ráða reynslumikla forritara í sérlausnadeild. Við leitum að öflugum einstaklingum með yfirgripsmikla þekkingu á hönnun og uppbyggingu hugbúnaðar. Aðilum sem þekkja vel til samþættingarverkefna og hafa unnið með rauntíma boð/skeyti (real-time messaging), skeytaraðir (message queues), gagnasamþættingu og vöktun vefsvæða.

Activity Stream er örtvaxandi og fullfjármagnað nýsköpunarfyrirtæki með starfsemi á Íslandi og í Danmörku. Hjá fyrirtækinu starfar margreyndur hópi sérfræðinga á sviði hugbúnaðargerðar, rekstrargreindar, gervigreindar, kerfisrekstrar, sölu og þjónustu.

Leiðandi fyrirtæki beggja vegna Atlantshafs nýta sér nú þegar rekstrargreindarþjónustu Activity Stream, (SaaS based Operational Intelligence Software) til að bæta bæði daglegan rekstur sinn og þjónustu. Sérlausnadeild fyrirtækisins ber ábyrgð á þarfagreiningu, aðlögun og innleiðingu hugbúnarveitunnar á nýja markaði ásamt samþættingu við gagnasöfn viðskiptavina.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Frekari upplýsingar veitir deildarstjóri sérlausna, Tryggvi (693-6441/tryggvi@activitystream.com).