Sérfræðingur í vefumsjón (DevOps)

Logo.gif
Marorka 16. Júní 2017 Fullt starf

Marorka leitar að öflugum sérfræðingi í vefforritun og vefumsjón til að sinna þróun, viðhaldi og rekstri á veflausnum Marorku.

Marorka er hátæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í gagnadrifinni orkustjórnun fyrir skip. Við gerum viðskiptavinum okkar mögulegt að minnka eldsneytisnotkun, draga úr útblæstri og auka afkastagetu skipaflota. Höfuðstöðvar eru á Íslandi, en skrifstofur í Þýskalandi, Singapore og í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Helstu verkefni

  • Þátttaka í þróunarteymum við hönnun, þróun og innleiðingu nýrrar virkni og lagfæringa
  • Umsjón með útgáfum sem og stöðugum umbótum útgáfuferlis
  • Ábyrgð á hnökralausum rekstri vefkerfa og veflausna
  • Þróun á tæknihögun og uppbyggingu skýjalausna

Kröfur

  • Reynsla af hugbúnaðarþróun og mjög góð þekking á ferlum í hugbúnaðargerð
  • Góð þekking á gagnagrunnum, reynsla af kerfishönnun og rekstri tölvukerfa
  • Reynsla af AWS kostur

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir sendist á careers@marorka.com (sem fyrst, verið er að vinna úr umsóknum). Nánari upplýsingar um starfið veitir Steindór E. Sigurðsson, yfirmaður rannsókna og þróunar, steindor@marorka.com.