Reyndur vefforritari

vvlogored.png
Vettvangur 12. Júlí 2017 Fullt starf

Við hjá Vettvangi erum að bæta við okkur framúrskarandi vefforritara til að leiða þróun á mörgum af stærstu og mest krefjandi veflausnum landsins. Vettvangur er hlýr og heimilislegur vinnustaður, stútfullur af hæfileikaríku fólki sem elskar að þróa og þjónusta kynstrin öll af lausnum.

Hinn fullkomni kandídat skrifar fallegan og vel frágenginn kóða, vinnur vel í hóp og á auðvelt með samskipti, hugsar í lausnum og er alltaf tilbúinn að deila þekkingu. Við gerum ekki sérstakar kröfur um menntun en krafa er gerð um að viðkomandi hafi minnst tveggja ára reynslu af vefþróun í starfi auk óbilandi ástríðu fyrir bestun veflausna.

Þú, sem reyndur vefforritari, hefur mjög gott vald á HTML/CSS og JavaScript. Þú kemur til með að starfa í .NET umhverfi svo öll reynsla á því sviði er til hækkunar og bónusstig fást ef viðkomandi þekkir til Umbraco.

Fyrir þína þjónustu bjóðum við góð laun og fríðindi, gott starfsumhverfi og tækifæri til að búa þér til nafn í skemmtilegum iðnaði með krefjandi verkefnum.

Við deilum þekkingu og eflum starfsmenn okkar í að verða framúrskarandi á sínu sviði með því til dæmis að sækja ráðstefnur og viðburði, bæði hérlendis og erlendis.

Við lofum að gæta fyllsta trúnaðar við yfirferð umsókna.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Ef þú hefur einhverjar spurningar þá máttu senda línu á Elmar Gunnarsson, elmar@vettvangur.is, og þér verður svarað um hæl.

Umsóknum ásamt ferilskrá og sýnishornum af fyrri verkefnum skilast á vettvangur@vettvangur.is