Rafmagnshönnuður í söluverkahópi

Marel 11. Sept. 2017 Fullt starf

Marel er alþjóðlegt hátæknifyrirtæki með um 5100 starfsmenn, þar af um 600 á Íslandi. Fyrirtækið er brautryðjandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja og hugbúnaðar fyrir matvælaiðnað. Við leggjum ríka áherslu á nýsköpun og framþróun í öllu okkar starfi. Þess vegna viljum við ráða til okkur öflugt fólk, konur og karla, sem hafa áhuga á að mæta nýjum og spennandi áskorunum á hverjum degi. Við bjóðum upp á góða vinnuaðstöðu, skilvirka starfsþjálfun, sveigjanlegan vinnutíma, glæsilegt mötuneyti, framúrskarandi íþróttaaðstöðu og gott félagslíf.

Starfssvið

Marel óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa í rafhönnun í vöruþróun fyrirtækisins. Leitað er að öflugum einstaklingi til að takast á við krefjandi verkefni í söluverkahópi. Starfið krefst sjálfstæðra vinnubragða en sömuleiðis hæfni til að vinna í teymisumhverfi.

Helstu verkefni:

  • Rafhönnun fyrir vélar og heildarlausnir sem eru sérhannaðar fyrir viðskiptavini Marel
  • Náin samvinna með fisk- kjöt og kjúklingaðnuðum, framleiðslu og öðrum rafhönnuðum fyrirtæksins

Hæfniskröfur:

  • Menntun á sviði iðn-, verk- eða tæknifræði eða sambærilegs, með áherslu á rafmagn, er skilyrði.
  • Reynsla af rafhönnun er skilyrði.
  • Reynsla af rafvirkjun eða sambærilegu er kostur.
  • Þekking á iðnstýringum er kostur.
  • Skapandi hugsun, gott auga fyrir lausnum og góð samskiptahæfni

Nánari upplýsingar:

Nánari upplýsingar um starfið veitir Gunnar Hjartarson deildarstjóri í síma 563 8000 eða með tölvupósti á gunnar.hjartarson@marel.com.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Einungis er tekið við umsóknum á heimasíðu Marel,marel.is/jobs/storf.