Ráðgjafi í upplýsingatækni og gagnavernd

STIKI_LOGO.jpg
Stiki ehf 4. Júlí 2017 Fullt starf

Stiki leitar að metnaðarfullum ráðgjafa í upplýsingatækni með þekkingu á upplýsingaöryggi, áhættustjórnun og persónuvernd.

Á verksviði ráðgjafa eru innri verkefni, s.s. að viðhalda skipulagshandbók Stika með öllum verkferlum, viðhalda áhættumati Stika og faggildri vottun skv. ISO 27001. Einnig innleiðingarverkefni stjórnkerfa skv. alþjóðlegum stöðlum fyrir viðskiptavini, gerð verkáætlana, tilboða, verksamninga og áætlana um samfelldan rekstur.

Gerð er krafa um háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða viðskiptafræði. Önnur menntun á sviði upplýsingatækni kemur einnig til greina. Við leitum að reynslumiklum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni í alþjóðlegu umhverfi. Kostur er að hafa þekkingu á ISO-stöðlum og beitingu þeirra, sér í lagi ISO 27001.

Ennfremur æskilegt:

  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Gott vald á ensku, bæði talaðri og ritaðri
  • Áhugi og vilji til að tileinka sér nýja þekkingu

Við bjóðum:

  • Fjölbreytt og krefjandi verkefni
  • Góða starfsaðstöðu og fjölskylduvænt starfsumhverfi
  • Góðan starfsanda og teymisvinnu
  • Tækifæri til starfsþróunar
  • Vottað starfsumhverfi skv. kröfum ISO 27001

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar veitir Svana Helen Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Stika, í gegnum netfangið svana (hjá) stiki.eu. Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt ferilskrá til jobs (hjá) stiki.eu.