Hugbúnaðarsérfræðingur

Fiskistofa 14. Oct 2016 Fullt starf

Fiskistofa óskar eftir að ráða metnaðarfullan og þjónustulundaðan hugbúnaðarsérfræðing til starfa á upplýsingatæknisviði Fiskistofu í Hafnarfirði. Um er að ræða fullt starf. Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun með sex starfsstöðvar um landið.

Helstu verkefni:

  • Forritun í Java og skyldum málum
  • Greining verkefna og hönnun, sér í lagi framendalausna
  • Nýsmíði, viðhald og þróun hugbúnaðarkerfa
  • Þátttaka vinnuhópum og samskipti við hagsmunaaðila

Menntun- og hæfniskröfur:

  • Menntun í upplýsingatækni eða skyldum greinum, háskólamenntun kostur
  • Þekking og reynsla í Java forritun eða skyldum forritunarmálum skilyrði
  • Þekking á forritun á móti Oracle grunnum kostur
  • Þekking á Agile vinnuumhverfi kostur
  • Góð samskiptahæfni, jákvætt viðhorf og geta til að starfa í hópi
  • Góð skipulagshæfni, frumkvæði sem og lausnamiðuð hugsun

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hildur Ösp Gylfadóttir mannauðs- og fjármálastjóri eða Leifur Magnússon, sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs í síma 5697900. Umsóknir sem hafa að geyma ferilskrá og kynningarbréf skulu sendast á netfangið starf@fiskistofa.is eða með bréfi til Fiskistofu, Dalshrauni 1, 220 Hafnarfirði merkt „Hugbúnaðarsérfræðingur“

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til og með 31. október 2016.