Hugbúnaðarsérfræðingur

Marel 3. Nóv. 2017 Fullt starf

Marel óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa við hugbúnaðargerð í vöruþróun. Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni í þverfaglegu teymi í alþjóðlegu umhverfi. Starfið felur í sér þróun og innleiðingu á hugbúnaði fyrir vélar og lausnir þróaðar af Marel ásamt prófunum.

Starfssvið:

  • Hugbúnaðarþróun, hönnun og forritun tækja og hugbúnaðarlausna sem notaðar eru í kjöt-, kjúklinga- og fiskiðnaði
  • Samþætting lausna með því að tengja saman hugbúnaðareiningar mismunandi tækja
  • Prófanir á hugbúnaðareiningum og samþættum kerfum
  • nnleiðing og prófanir kerfa hjá viðskiptavinum og samstarfsaðilum um allan heim

Hæfniskröfur:

  • Menntun á sviði verk-, tækni- eða tölvunarfræði
  • Skapandi hugsun og hæfni til að starfa í teymi
  • Þekking á C++ og/eða öðrum hlutbundnum forritunarmálum
  • Þekking á HTML, CSS, JavaScript, Angular er kostur og Linux kunnátta er æskileg
  • Góð enskukunnátta, í töluðu jafnt sem rituðu máli

Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Kristín Pálsdóttir, Infrastructure Manager, Innovation, anna.palsdottir@marel.com eða í síma 563-8000.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með 19. nóvember. Sótt er um rafrænt á heimasíðu Marel, www.marel.is/störf.