Hugbúnaðarsérfræðingur

MyTimePlan ehf. 3. May 2017 Fullt starf

Hugbúnaðarsérfræðingur

MyTimePlan leitar að öflugum hugbúnaðarsérfræðingi

Þú yrðir hluti af hæfileikaríku hugbúnaðarteymi og fengir tækifæri til að vinna náið með stjórnendum hjá mörgum af leiðandi fyrirtækjum landsins.

Sem hugbúnaðarsérfræðingur ertu hluti af innleiðingarteymi ásamt því að vera ábyrgur fyrir innleiðingu, þjónustu og því að tryggja farsælt samstarf við valda viðskiptavini til langs tíma.

Til að ná árangri í starfinu þarftu að mastera virkni MyTimePlan hugbúnaðarins, hafa framúrskarandi rökhugsun, góða samskiptahæfileika, vera skipulagður og drífandi í að koma hlutum í framkvæmd.

Menntun og reynsla:

  • Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða öðru er nýtist í starfi skilyrði

  • Reynsla af innleiðingu á umfangsmiklum, flóknum og sveigjanlegum hugbúnaði kostur

  • Reynsla og þekking á launakerfum og launavinnslu kostur

  • Reynsla og þekking á vakta- & viðverukerfum kostur

MyTimePlan er leiðandi kerfi í Skýinu fyrir mannauðsstjórnun (HCM) sem auðveldar stjórnendum stýringu mikilvægustu auðlindar fyrirtækisins, þ.e.; mannauðnum og stuðlar að auknum lífsgæðum og framleiðni. Í dag nota kerfið yfir 20.000 starfsmenn hjá yfir 100 fyrirtækjum og stofnunum.

Ef þú telur þig réttu manneskjuna í starfið þá endilega sendu okkur umsókn og ferilskrá á netfangið job@mytimeplan.com fyrir 14. maí. Fullum trúnaði er heitið.


Sækja um starf