Hugbúnaðarsérfræðingur

MainManager ehf 25. Mar 2017 Fullt starf

Við hjá MainManager erum að leita að tveimur hugbúnaðarsnillingum í “cross-border” þjónustuteymið okkar sem langar að takast á við fjölbreytt verkefni með skemmtilegu fólki.

Við leitum að einum .NET forritara með áherslu á SQL og einum alhliða .NET forritara
Nánari lýsing:

.NET FORRITARI MEÐ ÁHERSLU Á SQL
Starfssvið:
Forritun í .NET með áherslu á SQL og samþættingu við önnur kerfi.
Vinna í þjónustuteymi þvert á markaðssvæði.

Menntunar- og hæfniskröfur:
Tölvunar- eða verkfræðimenntun
Skandinavíska og enska
Þjónustulund og góðir samskiptahæfileikar.
Sjálfstæð vinnubrögð.

ALHLIÐA .NET FORRITAR
Starfssvið:
Forritun í .NET
Vinna í þjónustuteymi þvert á markaðssvæði.

Menntunar- og hæfniskröfur:
Tölvunar- eða verkfræðimenntun
Enska
Skandinavískt tungmál kostur
Þjónustulund og góðir samskiptahæfileikar.
Sjálfstæð vinnubrögð.

AÐEINS UM MAINMANAGER:
MainManager er öflugt hugbúnaðarfyrirtæki með starfsemi í Danmörku, Noregi og á Íslandi auk þess að vera með samstarfsaðila í Englandi og Ástralíu. MainManager ehf. sérhæfir sig í gerð hugbúnaðar fyrir aðstöðustjórnun (Facility Management).
Aðstöðustjórnun miðar að því að auka arðsemi fyrirtækja með markvissri stýringu stoðferla. Með stoðferlum er m.a. átt við stjórnun þróunar-, viðhalds- og rekstrarverkefna, gerð og stýringu þjónustusamninga, umsýslu leigusamninga, stýringu hjálparborðs, orkumál o.fl. Hugbúnaður félagsins heitir MainManager.

Stærsti viðskiptavinur MainManager ehf. er Statsbygg í Noregi sem á og rekur flestar fasteignir norska ríkisins (rúmlega 2500 eignir). Meðal annarra erlendra viðskiptavina má nefna DR húsið í Kaupmannahöfn, Kaupmannarhafnarháskóla, Aston University í Birmingham og Köbenhavns kommune. Meðal viðskiptavina hér heima má nefna Reykjavíkurborg, Olíudreifingu, Ríkiseignir, Garðarbæ, ISAVIA, Mannverk, N1, Skeljung og Landsbankann.

MainManager er til húsa að Smáratorgi 3 í Kópavogi þar sem öll aðstaða starfsmanna er til fyrirmyndar. Starfsmenn fyrirtækisins eru rúmlega 20, þar af 15 á Íslandi.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir skal senda á jobapplication@mainmanager.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur J. Ludvigsson, gjl@mainmanager.com, í síma 660 3939.

Umsóknarfrestur er til og með 3. apríl 2017