Hugbúnaðarsérfræðingur

Prógramm 9. Jan. 2017 Fullt starf

Prógramm leitar að starfsmanni í fullt starf. Ef þú ert áhugasamur og ábyrgur einstaklingur, hefur löngun í fjölbreytt og krefjandi verkefni þá áttu erindi við okkur. Prógramm er ört vaxandi fyrirtæki, fjárhagslega sterkt og býður upp á gott vinnuumhverfi á besta stað í Reykjavík. Helstu verkefni:


• ASP.NET vefir í Web Forms og MVC
• C# forritun, .NET, vefþjónustur (XML/SOAP)
• Nýsmíði, viðhald og þróun hugbúnaðarkerfa
• Oracle forritun í PL/SQL og SQL

Prógramm var stofnað 2007. Allt frá upphafi hafa markmið og gildi okkar verið þau sömu, einfaldleiki, nákvæmni og gleði. Prógramm á samstarf við fáa viðskiptavini en stóra og mikilvæga fyrir íslenskt samfélag. Við sérhæfum okkur í þróun og hönnun á sérsmíðuðum hugbúnaði.

Æskilegt er að umsækjandi hafi klárað eða sé kominn langleiðina með tölvunar- og eða kerfisfræði frá Háskólanum í Reykjavík, Háskóla Íslands eða frá sambærilegum skólum. Reynsla úr hugbúnaðargeiranum er kostur og góð meðmæli gefa tóninn. Vinsamlegast greindu stuttlega frá þeim verkefnum á hugbúnaðarsviði sem þú hefur unnið við fram að þessu og á hvaða hátt þitt framlag var við þau.

Prógramm ehf, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík, www.programm.is


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Áhugasamir vinsamlegast sendið inn umsóknir á vinna@programm.is