Hugbúnaðarsérfræðingar

STIKI_LOGO.jpg
Stiki ehf. 4. Júlí 2017 Fullt starf

Stiki leitar að metnaðarfullum hugbúnaðarsérfæðingum til hönnunar og þróunar á hugbúnaðarlausnum sem fela í sér mikla nýsköpun. Við leitum bæði að reynslumiklum einstaklingum sem og upprennandi forriturum sem eru tilbúnir að takast á við krefjandi verkefni í alþjóðlegu umhverfi. Um er að ræða hugbúnaðarlausnir sem unnar eru í samstarfi við innlenda og erlenda aðila.

Kostur er að hafa þekkingu á eftirfarandi:

 • ASP.NET vefir og REST vefþjónustur í MVC/Web API
 • Winforms og WPF viðmótsforritun
 • C# forritun, .NET
 • Nýsmíði, viðhald og þróun hugbúnaðarkerfa
 • Forritun í Microsoft SQL Server

Ennfremur æskilegt:

 • Þekking á gagnagrunnskerfum
 • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
 • Gott vald á ensku, bæði talaðri og ritaðri
 • Vilji til að tileinka sér nýja tækni

Við bjóðum:

 • Góða starfsaðstöðu og starfsumhverfi
 • Góðan starfsanda og teymisvinnu
 • Tækifæri til starfsþróunar
 • Vottað hugbúnaðarferli skv. kröfum ISO 27001
 • Verkefnastjórnun sem byggir á Agile og Scrum aðferðafræði

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar veitir Svana Helen Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Stika, í gegnum netfangið svana (hjá) stiki.eu. Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt ferilskrá til jobs (hjá) stiki.eu.