Hugbúnaðarsérfræðinga í prófanir og þjónustu

logo__wuxi-nextcode_400px.jpeg
WuXi NextCODE Genomics 7. Júlí 2017 Fullt starf

WuXi NextCODE Genomics er alþjóðlegt fyrirtæki með aðsetur í Reykjavík, Cambridge Massachusetts og Shanghai. Fyrirtækið sérhæfir sig í þróun og uppsetningu hugbúnaðar til noktunar við greiningu á erfðaupplýsingum fyrir spítala og rannsóknarstofur. Fyrirtækið er leiðandi á heimsvísu í þróun hugbúnaðarkerfa á því sviði og vegna aukinna verkefna og nýrra tækifæra leitum við að starfsmönnum í eftirfarandi störf:

Hugbúnaðarsérfræðinga í prófanir og þjónustu

Hlutverk hugbúnaðarsérfræðinga við prófanir og þjónustu er mjög fjölbreytt og felur í sér mikil samskipti við starfsfólk okkar innan lands og utan, sem og viðskiptavini um allan heim.

Helstu verkefni:

 • Prófanir á hugbúnaði eftir forskrift
 • Hönnun nýrra prófana fyrir nýja þætti hugbúnaðarlausna
 • Hönnun sjálfvirkra prófana
 • Greining og lausn vandamála í samvinnu við hugbúnaðarforritara
 • Framlína þjónustu við viðskiptavini m.a. varðandi villumeldingar, beiðnir um nýja virkni og aðra þjónustu
 • Úthlutun þjónustubeiðna til réttra aðila innanhúss

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • BSc. eða MSc. menntun á sviði upplýsingatækni eða sambærilegra greina
 • A.m.k.  3 ára reynsla af hugbúnaðarprófun eða þróun
 • Gott vald á ensku, bæði tal- og ritmáli
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
 • Hæfni í skipulögðum og nákvæmum vinnubrögðum
 • Hafa frumkvæði og geta unnið sjálfstætt

Það væri kostur ef umsækjandi hefði:

 • Bakgrunn eða reynslu í störfum tengdum lífvísindum
 • Þekkingu á ferlum í hugbúnaðarframleiðslu (Agile, Scrum o.fl.)

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknum skal skilað með tölvupósti á netfangið hr-iceland@wuxinextcode.com