Hugbún­að­ar­sér­fræð­ingur á sviði viðskipta­greindar

Capacent 26. Okt. 2017 Fullt starf

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á þróun hugbúnaðarlausna. Tækifæri til að starfa í öflugu teymi ráðgjafa á sviði viðskiptagreindar sem sinna ört vaxandi hópi kröfuharðra viðskiptavina á Norðurlöndunum. Capacent innleiðir einkum lausnir í Microsoft BI, Qlik og IBM Business Analytics umhverfi.

Starfssvið:

  • Þróun og innleiðing veflausna sem m.a. tengjast Microsoft Azure skýjaþjónustu.
  • Innleiðing viðskiptagreindar hjá viðskiptavinum.
  • Tæknilegur rekstur lausna hjá viðskiptavinum.
  • Ráðgjöf til viðskiptavina í náinni samvinnu við aðra ráðgjafa Capacent.

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, verkfræði, raunvísinda eða hugbúnaðarverkfræði.
  • Starfsreynsla við forritun er æskileg.
  • Þekking á C#, ASP.Net, SQL og Javascript er æskileg.

Umsóknarfrestur er til og með 5. nóvember nk.

Capacent er norrænt ráðgjafarfyrirtæki sem veitir viðskiptavinum ráðgjöf, upplýsingar og lausnir sem skila árangri. Capacent er skráð á Nasdaq First North markaðnum í Stokkhólmi og er með skrifstofur á Íslandi, Svíþjóð og Finnlandi. Hjá fyrirtækinu starfa um 150 sérfræðingar, þar af um 50 ráðgjafar á Íslandi með víðtæka reynslu og þekkingu sem nýtast flestum sviðum atvinnulífsins. Capacent sækir jafnframt sérhæfðar lausnir og þekkingu til leiðandi alþjóðlegra samstarfsaðila á borð við Microsoft, IBM, Qlik og CEB.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Dagsdóttir (ragnheidur.dagsdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum.