Gagnagrunnsforritari

Klappir grænar lausnir hf. 14. Nóv. 2017 Fullt starf

Við erum að leita að reyndum gagnagrunnsforritara til að taka þátt í að hanna stöðugan og áreiðanlegan gagnagrunn í samræmi við þarfir fyrirtækis okkar. Forritarinn mun starfa við þróun, prófanir, úrbætur og viðhald á bæði nýjum og eldri gagnagrunni. Sem starfsmaður á hugbúnaðarsviði mun forritarinn starfa með öflugum hópi starfsmanna sem vinnur við þróun hugbúnaðarins og við að tryggja stöðugleika kerfisins.

Ábyrgðarsvið:


• Taka þátt í að hanna stöðugan, áreiðanlegan og skilvirkan gagnagrunn.
• Bæta sífellt kerfið og tryggja að það úreldist ekki.
• Aðlaga og breyta gagnagrunninum í samræmi við óskir og gera prófanir á honum.
• Leysa vandamál sem koma upp varðandi notkun annarra á gagnagrunninum og laga villur í honum.
• Hafa samráð við framenda forritara til að bæta notkunarviðbætur og tryggja bestu starfsvenjur (best practices).

Kröfur um menntun og reynslu í starfi:

  • Þekking og reynsla af að vinna með gagnagrunna og af uppsetningu í gagnagrunnum og
    gagnatilhögun.
  • Reynsla af PostgreSQL eða MS-SQL.
  • Sjálfstæð vinnubrögð og hæfni til að leysa vandamál.
  • BSc gráða í tölvunarfræði eða fagi sem nýtist í þessu starfi.
  • Áhugi á umhverfismálum.

Klappir grænar lausnir hf. þróar, selur og innleiðir hugbúnað á sviði umhverfismála. Aðferðafræði og hugbúnaðarlausnir Klappa gera fyrirtækjum, sveitarfélögum og stjórnvöldum fært að setja sér mælanleg markmið um umhverfismál og upplýsa um árangur á einfaldan hátt. Við búum til hugbúnað sem viðskiptavinir okkar nota til að fá yfirsýn yfir umhverfismál sín og fylgjast með notkun sinni á eldsneyti, rafmagni og vatni og losun sorps og geta umreiknað það í CO2. Áhersla er á auðveldan aðgang og rekjanleika. Við erum öflugur hópur sem er að fást við krefjandi verkefni og við erum að leita að metnaðarfullum og skapandi einstaklingum sem vilja bætast í hópinn og taka þátt í að gera heiminn að hreinni og betri stað.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á: atvinna@klappir.com

Við hvetjum konur jafnt sem karla að sækja um störf hjá okkur.

Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2017.