Framendaforritari

Össur 18. Mar 2022 Fullt starf

Við leitum að fjölhæfum vefforritara með brennandi áhuga á notendaupplifun, viðmóti og framsetningu gagna í vefþróun fyrirtækisins. Um er að ræða spennandi starf í alþjóðlegu umhverfi.

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun í tölvunarfræði eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Góð þekking á React, Redux, NodeJS, NextJS, Docker
  • Reynsla af útgáfustýringu með Git
  • Reynsla af vinnu við CMS kerfi
  • Þekking á Heroku og/eða Azure er kostur
  • Brennandi áhugi á UX
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót
  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
  • Drifkraftur og hæfni í teymis- og verkefnavinnu
  • Mjög góð enskukunnátta

Starfssvið

  • Þróun á nýju notendaviðmóti fyrir vefkerfi Össurar
  • Þátttaka í hugmyndavinnu fyrir notendaupplifun
  • Samskipti við UX/UI hönnuði og aðra hagaðila innan Össurar
  • Þátttaka í þróunarteymum og samvinna við aðrar deildir innan Össurar

Við hvetjum fólk til að sækja um starfið óháð kyni og uppruna.


Sækja um starf