Forritari í innleiðingarteymi

Meniga 7. Jul 2016 Fullt starf

Meniga óskar eftir að ráða öfluga og reynslumikla hugbúnaðarsérfræðinga í spennandi hugbúnaðarverkefni.

Þú yrðir hluti af gríðarlega skemmtilegu og öflugu hugbúnaðarteymi og fengir tækifæri til að vinna náið með mörgum af stærstu og framsæknustu bönkum heims að því að skapa netbankalausnir framtíðarinnar.

Sem hugbúnaðarsérfræðingur í innleiðingarteymi ert þú í leiðandi hlutverki við að aðlaga hugbúnað Meniga að netbankalausnum viðskiptavina fyrirtækisins um allan heim.

Æskileg menntun og reynsla: Háskólamenntun á sviði kerfisfræði, tölvunarfræði, tækni- eða verkfræði og a.m.k. 3 ára reynsla af forritun.

Við lofum góðum launum, spennandi og krefjandi hugbúnaðarverkefnum, góðu vinnuumhverfi og skemmtilegum vinnustað.

Meniga er leiðandi í heiminum í þróun hugbúnaðarlausna fyrir netbanka. Hugbúnaður Meniga er notaður af meira en 35 milljónum netbankanotenda í 17 löndum.

Starfsmenn Meniga eru um 90 á Íslandi, í Bretlandi og Svíþjóð.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir með starfsferilskrá skal senda á netfangið atvinna@meniga.is. Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Örn Ásgeirsson, tæknistjóri Meniga, asgeir@meniga.is.

Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst nk. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað.

Meniga - Smáratorgi 3, 201 Kópavogi - www.meniga.com