Forritari

Arion banki 20. Feb 2017 Fullt starf

Viltu búa til banka framtíðarinnar?

Við höfum einsett okkur að vera fremsti stafræni bankinn á Íslandi. Við vinnum markvisst að því að auka aðgengi að stafrænni bankaþjónustu hvar og hvenær sem er með snjöllum og skapandi lausnum.

Upplýsingatæknisvið er breytingarafl í vegferð bankans inn í framtíðina. Við erum snörp og lausnamiðuð, höfum framúrskarandi tækniþekkingu og vinnum þétt með samstarfsfólki okkar um allan bankann. Við leitum að metnaðarfullum og drífandi einstaklingum sem vilja þróa banka framtíðarinnar með okkur.

Forritarar á upplýsingatæknisviði

Við leitum að fremstu forriturum landsins til að þróa með okkur nýjar lausnir í spennandi og fjölbreyttu tækniumhverfi. Forritararnir þurfa að hafa brennandi áhuga á að skapa framúrskarandi lausnir, sterka tæknilega þekkingu, frumkvæði og þörf fyrir að læra sífellt nýja hluti.

Helstu verkefni

  • Hönnun og forritun hugbúnaðarlausna
  • Samþætting lausna
  • Sjálfvirkar prófanir og kóðarýni

Hæfniskröfur

  • Háskólapróf í tölvunar- eða verkfræði
  • Þekking á forritun og þróun í t.d. Microsoft C#, MVC, SOAP/XML vefþjónustum, Javascript (t.d. Jquery, React, Knockout), CSS (Less & Bootstrap) og T-SQL
  • Frumkvæði og hæfni til að leysa vandamál
  • Þekking á Agile og Scrum aðferðafræði
  • Þekking á fagsviði hugbúnaðarhönnunar kostur
  • Góðir samskiptahæfileikar og áhugi á teymisvinnu
  • Áhugi á að læra nýja hluti og deila þekkingu
  • Reynsla af hugbúnaðarþróun kostur

Nánari upplýsingar um starfið veita Hilmar Karlsson, forstöðumaður í hugbúnaðarþróun,
sími 444 6420, netfang hilmar.karlsson@arionbanki.is og Brynja B. Gröndal, mannauðsstjóri, sími 444 6385, netfang brynja.grondal@arionbanki.is

Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2017.

Fullum trúnaði heitið og umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.


Sækja um starf