Django forritari

TrackWell_Logo_RGB-02.png
Trackwell 4. Des. 2017 Fullt starf

Trackwell leitar að forritara til að styðja við uppbyggingu sveigjanlegra Django vefkerfa fyrir atvinnugeirann. Þú munt vinna náið með 3-4 manna teymi og er leitt af Product owner. Áhersla er lögð á continuous-deployment og unnið er í Scrum sprettum.

Þú þarft að hafa minnst árs reynslu af Django og vera nokkuð sterkur í Python og JavaScript. Menntun við hæfi er kostur. Við leitum að einstaklingi með góða samskiptahæfni sem getur tekið af skarið og verið sveigjanlegur.

Upplýsingar um viðfangsefni teymisins má finna á timon.is og floti.is.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir og frekari fyrirspurnir sendist á job@trackwell.com fyrir 18. desember.