Bakendaforritari

Skapalón – vefstofa 20. Jan 2017 Fullt starf

Við leitum að aðila með áhuga og ástríðu fyrir lausnum og framþróun þeirra.

Sem bakendaforritari hjá Skapalón færð þú tækifæri til þess að vinna með öflugu teymi forritara með virkri þátttöku í skapandi þróun. Starfið hentar kraftmiklum einstaklingi með frumkvæði og drifkraft.

Mikilvægt að þú hafir:

  • Menntun á sviði tölvunar- kerfis-, hugbúnaðarfræði eða reynslu á þeim sviðum
  • Metnað til að auka við þekkingu þína dag frá degi
  • Þekkingu á C# og Javascript
  • Ástríðu fyrir því að deila þekkingu þinni og reynslu með samstarfsfólki

Helstu verkefni:

  • Taka virkan þátt í uppbyggingu á öflugri deild bakendaforritara
  • Þróun eigin hugbúnaðar / veflausna
  • Og að sjálfsögðu forrita!

Við bjóðum:

  • Gott starfsumhverfi með hæfileikaríku starfsfólki
  • Gott og skýrt verklag
  • Fjölbreytt og krefjandi verkefni með mörgum af fremstu fyrirtækjum landsins
  • Tækifæri til að skara fram úr
  • Óþvingað, óformlegt, en faglegt vinnuumhverfi
  • Starfsmannaferðir sem eiga engar sínar líkar (væri gaman að fá þig með í sólina í mars)

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Til að sækja um eða fá frekari upplýsingar sendu þá póst á Sævar framkvæmdastjóra með “Subject” “Bakendaforritari” á sos@skapalon.is með ferilskrá.

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum verður svarað. Umsóknarfrestur er til 3. febrúar 2017. Við mælum þó með að þú sendir umsókn þína eða spurningar sem fyrst þar sem gengið verður frá ráðningu fljótlega.

Takk takk

SOS