Árangurstrygging Viðskiptavina

Activity Stream logo.png
Activity Stream 4. Nóv. 2017 Fullt starf

Þrífst þú á ánægju annara?

Activity Stream, þróar og selur hugbúnað á sviði rekstrargreindar (Operations Intelligence) sem gagnast meðalstórum og stórum fyrirtækjum sem vilja nýta vitvélar (gervigreind) til að bæta daglegan rekstur og þjónustu.

Activity Stream er fullfjármagnað nýsköpunarfyrirtæki með vaxandi starfsemi á Íslandi og í Danmörku. Hjá fyrirtækinu starfar öflugur hópur sérfræðinga á sviði hugbúnaðargerðar, rekstrargreindar, gervigreindar, kerfisrekstrar, sölu og þjónustu. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru fyrst og fremst í Evrópu og Bandaríkjunum. Mjög góð verkefnastaða meðal núverandi og verðandi viðskiptavina.

Í boði eru samkeppnishæf laun, góð vinnuaðstaða, hvetjandi starfsumhverfi og góður starfsandi. Lögð er áhersla á jafnvægi vinnu og einkalífs. Framúrskarandi hópur sérfræðinga vill bjóða metnaðarfullum snillingi þátttöku í bráðskemmtilegu ævintýri.

Árangurstrygging Viðskiptavina (Customer Success)

Starfið tilheyrir vaxtarteymi og fellst í að tryggja ánægju viðskiptavina Activity Stream með forvirkum samskiptum sem ýta undir árangursríkari notkun vörunnar og að safna og miðla ábendingum notenda um úrbætur, breytingar og viðbætur við vöruna.

Helstu verkefni:

  • Gerð, framkvæmd og eftirfylgni áætlunar um aukinn árangur viðskiptavina.
  • Að vera rödd viðskiptavina og standa vörð um hagsmuni þeirra í þróun vörunnar.
  • Skilgreining árangurstryggingar viðskiptavina og uppbygging þjónustu.
  • Framkvæmd og síðar eftirlit með aðstoð við notendur og farsælli úrlausn þeirra mála.

Kjörið viðfangsefni fyrir fólk með ofvaxna þjónustulund og brennandi áhuga á árangri annara. Fyrir utan að vera mjög sjálfstæður þarf viðkomandi að skarta ómótstæðilegum persónutöfrum, vera ósérhlífin(n), hafa framúrskarandi samskiptahæfileika, geta haft stjórn á krefjandi aðstæðum og nærast á því að gera alltaf aðeins meira. Enskukunnátta af sverustu sort er algjört skilyrði og dönskukunnátta mikill kostur. Umtalsverður hluti starfsins byggir á forvirkum aðgerðum og kallar á töluverðan skilning á sjálfvirkni. Umhverfi starfsins er mjög spennandi og býður, ef fram fer sem horfir, mikla möguleika til vaxtar.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Áhugasamir sendi umsóknar og fyrirspurnir á jobs@activitystream.com